Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. desember 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 19. til 26. des.2011.

Slys varð í rækjuvinnslunni á Hólmavík.
Slys varð í rækjuvinnslunni á Hólmavík.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Föstudaginn 23. des.,var ekið aftan á bifreið í Hafnarstræti á Ísafirði,ekki var um mikla skemmdir að ræða í því tilfelli,sama dag var ekið utan í bifreið á bifreiðastæðinu við Bónus.  Í því tilfelli var um talsvert tjón að ræða.

Færð í umdæminu í vikunni sem var að líða var frekar slæm,þæfingsfærð víða innanbæjar í þéttbýliskjörnum í umdæminu og áttu vegfarendur í nokkrum vandræðum,þeir voru aðstoðaðir eins og hægt var. Þá voru björgunarsveitir kallaðar tvisvar út til aðstoðar ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum á Holtavörðuheiðinni.

Tvö vinnuslys urðu í umdæminu í liðinni viku,það fyrra í rækjuvinnslu á Hólmavík,þar klemmdist starfsmaður illa á fingrum og fór á heilsugæsluna á Hólmavík til aðhlynningar. Síðara slysið varð fimmtudaginn 22. des.,um borð í bát við höfnina á Reykhólum,þar slasaðist maður illa á hendi við vinnu sína,var að vinna með slípirokk.  Viðkomandi aðili var fluttur frá Reykhólum með þyrlu LHG,á Landsspítalann.

Aðfaranótt 23. des.,var tilkynnt til lögreglunnar að átt hafi verið við björgunarhringi á hafnarsvæðinu á Ísafirði og jafnframt að einhverjir óprúttnir aðilar hafi verið að draga björgunarhring á bifreið við hafnarsvæðið.  Lögregla fór á staðinn,en varð ekki vör við þá aðila sem þarna voru að verki,en þegar komið var á varðstöð aftur voru tveir björgunarhringir í anddyri lögreglustöðvarinnar.  Lögreglumenn fóru í að kanna hvaðan hringirnir væru og kom í ljós að annar var af hafnarsvæðinu á Ísafirði og hinn hafði verið tekinn á hafnarsvæðinu í Bolungarvík. Nokkrir aðilar voru grunaðir í málinu og er það í skoðun. Að sjálfssögðu lítur lögregla það mjög alvarlegum augum að átt sé við öryggisbúnað sem þennan sem er við hafnir og víða,vegfarendum og þeim sem eiga leið um hafnarsvæði,til öryggis.

Talsverður erill var hjá lögreglu aðfaranótt annars í jólum,skemmtanahald víða og talsvert bar á ölvun.

Á mánudaginn 26. desember 2011,stöðvaði lögreglan á Vestfjörðum akstur bifreiðar vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þrír karlmenn á aldrinum 18 til 22 ára voru í bifreiðinni og voru þeir handteknir. Í bifreiðinni fundust um 50 grömm af ætluðum fíkniefnum,maríjúana og amfetamín,en efnin voru ætluð til sölu og dreifingar. Einnig fundust í bifreiðinni tveir lítrar af ætluðum landa. Ökumaður var jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit í þágu rannsóknarinnar. Lagt var hald á áhöld til fíkniefnaneyslu,svo og ólöglegan svonefndan bjúghníf með 25 cm blaði. Þá fannst einnig félagsfáni góðgerðarfélags af svæðinu sem hafði verið tekinn ófrjálsri hendi. Málið telst upplýst og mönnunum hefur verið sleppt. Segir í fréttatilkynningu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
Vefumsjón