Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júní 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 27. júní 2010.

Í síðustu viku var ekið á 15 ær eða lömb.Eru ökumenn beðnir að gæta varúðar þar sem búfé sækir í vegkanta.
Í síðustu viku var ekið á 15 ær eða lömb.Eru ökumenn beðnir að gæta varúðar þar sem búfé sækir í vegkanta.

Vikan var frekar róleg hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Bókanir undir flokknum EKIÐ Á BÚFÉ voru margar eins og fyrri vikur.  Núna voru það 15 ær og lömb sem ekið var á og drepið.

Fjögur minni háttar umferðaróhöpp urðu í vikunni. Eitt sker sig talsvert úr þar sem 7 Japanir voru á ferð og veltu bíl sínum.  Kona sem með var kvartaði undan verk í baki og var send á sjúkrahús. Með henni fór eini maðurinn sem kunni ensku. Þeir 5 sem eftir voru gátu því engan veginn bjargað sér, þar sem himinn og haf skildi á milli tungumála þeirra og lögreglu.Á endanum var sendiráð Japans komið með túlk í síma og tókst að skýra fyrir fólkinu framhald þeirra máls.

Hraðakstur var með minna móti og má kannski skýra það með mikilli umferð á vegunum svo þeim ökumönnum sem vilja láta gamminn geysa er erfitt um vik.

Kæra kom fram þar sem verið er að kæra stangveiði í sjó. Þar sem vegarð hefur brúað firði er ekki heimilt að stunda veiðar nema með sérstöku leyfi og þá með takmörkum laga um slíka veiði. Veiðimenn eru hvattir til að kynna sér þessi lög og þær reglur sem um slíka veiði gildir.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum fyrir síðustu viku.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
Vefumsjón