Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. janúar 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21. til 28. janúar 2013.

Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík komu til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.
Björgunarsveitir frá Reykhólum og Hólmavík komu til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.
Í liðinni viku var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Eitt þeirra varð í Ísafjarðardjúpi þann 21.þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði hún utan vegar. Ökumaður kenndi til eymsla. Þá meiddist ökumaður á öxl við umferðaróhapp sem varð á Reykhólum þann 24. sl. Að kveldi sama dags missti ungur ökumaður stjórn á bifreið sinni á Skutulsfjarðarbraut,á Ísafirði. Bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Engin slys urðu á ökumanninum eða farþegum. Ökumaður reyndist ekki hafa náð bílprófsaldri. Vinnuslys við sorpsöfnun í Funa í Skutulsfirði þann 24. janúar. En þá fauk hurð á starfsmann þar. Hann fótbrotnaði og hlaut minni háttar höfuðáverka. Að kveldi 24. janúar var ökumaður sem leið átti um götur Patreksfjarðar stöðvaður, grunaður um ölvunm við akstur. Sá grunur lögreglu reyndist á rökum reistur. Ökumaðurinn má búast við refsingu og ökuleyfissviptingu fyrir vikið. Nokkuð var um annir lögreglu og björgunarsveita þann 27. sl. vegna hvassviðris bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. En þakplötur losnuðu af húsum og fl. þ.h. Í fyrrakvöld,27. janúar,voru björgunarsveitarmenn frá Reykhólum og Hólmavík kallaðir út til aðstoðar vegfarendum sem lentu í vandræðum á Þröskuldum vegna ófærðar og óveðurs.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
Vefumsjón