Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. september 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 21 til 28 september 2009.

Sex umferðaóhöpp í síðustu viku.Mynd Lögregluvefurinn.
Sex umferðaóhöpp í síðustu viku.Mynd Lögregluvefurinn.

Í s.l. viku voru þrír teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð og 6 umferðaróhöpp urðu í umdæminu. 

Miðvikudaginn 23  urðu tvö óhöpp.Minniháttar óhapp á Suðureyri og útafakstur á Rauðasandsvegi milli Patreksfjarðar og Rauðasands, þar var erlendur ferðamaður á ferð og missti vald á bílnum í lausamöl og bifreiðin hafnaði út fyrr veg, ekki slys á fólki, en talsverðar skemmdir á bifreiðinni. Föstudaginn 25 varð umferðaróhapp við gatnamótin þar sem ekið er upp á nýja veginn um Arnkötludal, þar missti ökumaður vald á bifreiðinni og hún hafnaði fyrir utan veg.  Ekki slys á fólki.Laugardaginn 26 var umferðaróhapp á Súgundarfjarðarvegi, þar hafnaði bíll út af vegi, ekki slys á fólki, tvö önnur óhöpp urðu þann sama dag, annað á Hnífsdalsvegi og hitt á Skutulsfjarðarbraut, þar höfnuðu sitt hvort ökutækið út fyrir veg.  þar voru akstursskilyrði ekki góð og eru það hugsanlega orsök óhappanna.  Lögreglan vill brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar nú sem endranær þar sem akstursskilyrði fara  mjög versnandi á þessum árstíma.

Þá er enn nokkuð um að ekið hafi verið á búfé í umdæminu og vill lögregla enn og aftur vara vegfarendur við að gæta varúðar, þar sem fjárrekstrar eru og fé að koma af fjalli.

Lögregla áminnti nokkra ökumenn vegna ljósabúnaðar í liðinni viku og vill lögregla ennfremur benda ökumönnum á ljósabúnað, hafa ljósabúnað í lagi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Slegið up fyrir grunni.04-09-08.
Vefumsjón