Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.febrúar til 2. mars 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Fjögur umferðaróhöpp urðu á Vestfjörum í liðinni viku.  Þriðjudaginn 24 . varð umferðaóhapp á þjóðvegi nr. 1 Holtavörðuheiði, þar fór dráttarbíll á hliðina og valt vagninn inn á veg og teppti aðra akreinina.  Akstursskilyrði frekar slæm og skyggni lélegt.  Ökumaður kenndi sér eymsla og fór sjálfur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar.  Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga voru fengnir til aðstoðar við að losa farm bílsins sem var fiskur og aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Laugardaginn 1 . mars var  eitt  minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, litlar skemmdir og ekki slys á fólki.   Á sama sólahring varð annað  umferðaróhapp, á Djúpvegi í Mjóafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og var óökuhæf á eftir, ökumaður og tveir farþegar kenndu sér eymsla og fóru sjálfir til skoðunar.  Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með kranabíl.  Aðfaranótt 2 . mars varð síðan bílvelta á   Djúpvegi við  Borgarháls á Ströndum, þar lenti flutningabíll með eftirvagn útaf.  Ökumaður var  fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga, ekki vitað um meiðsli.  Reynt verður að ná bílnum upp í dag eða morgun.

Það má brýna fyrir ökumönnum sem eru á ferðinni á þessum árstíma að fylgjast með veðri og færð, sumir fjallvegir eru lokaðir og þá eru þeir yfirleitt merktir sem slíkir, en talsvert er um að menn fari samt á þessa fjallvegi og hafa þá björgunarsveitir þurft að aðstoða þá til byggða.  Sunnudaginn 1. mars fór Björgunarsveit frá Hólmavík ökumanni til aðstoðar sem var fastur í bíl sínum á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi, ökumaður lagði á fjallið, þrátt fyrir að lokunarmerkingar væru á veginum.

Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur í vikunni í umdæminu þá voru fjórir teknir fyrir of hraðann akstur.

Enn og aftur vill lögregla benda vegfarendum á það að misnota ekki slökkvitæki í Vestfjarðargöngunum, því enn og aftur var tæmt úr einu tæki í  Súgundarfjarðarleggnum.  Ekki þarf að fjölyrða um það, ef í neyð þarf að nota þessi tæki og einhverjir eru búnir að tæma þau að leikaraskap.  Svona árétting til þeirra sem þarna eiga hlut að máli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2022 »
« Júní »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Úr myndasafni

  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón