Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. apríl 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.til 30.apríl.

Bíll valt á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl.
Bíll valt á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl.
Í liðinni viku voru 6 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Ísafjörð og sá sem hraðast ók var mældur á 124 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 8o km/klst. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, það fyrra var óhapp í Bolungarvík,föstudaginn 27. apríl þar hafnaði vélhjól framan á bifreið, einhverjar skemmdir á ökutækjum, en ekki slys á fólki. Síðara óhappið varð á Innstrandarvegi í Kollafirði, laugardaginn 28. apríl. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt,ekki slys á fólki. Einn ökumaður var stöðvaður á Hólmavík grunaður um fíkniefnaakstur. Tekin voru númer af nokkrum bifreiðin í umdæminu þar sem vanrækt hafði verið að færa þær bæði til aðalskoðunar og endurskoðunar. Þá vill lögregla benda ökumönnum/umráðamönnum ökutækja á að tímabært er að taka undan nagladekkin. Skemmtanahald fór vel fram í umdæminu um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Söngur.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón