Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. maí 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. maí til 31. maí 2010.

Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Hólmavík.
Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Hólmavík.

Talsverð umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða og gekk hún nokkuð vel fyrir sig, þó voru tvo umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu og í báðum tilfellum var um útafakstur að ræða. Annað tilfellið var útafakstur á Holtavörðuheiðinni, ekki slys á fólki, eitthvað tjón á ökutæki og hitt tilfellið var á Djúpvegi/Kirkjubólshlið,þar hafnaði bifreið út fyrir veg.Vegfarandi ók ökumanni á Sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem gert var að minniháttar meiðslum hans.Bifreiðin var fjarlægð með kranabíl af vettvangi.

10 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni, þar af einn innanbæjar á Ísafirði og einn í nágrenni við Patreksfjörð, en átta í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu í vikunni og er málið í rannsókn.Þá var tilkynnt um rúðubroti í safnahúsinu á Ísafirði, þar voru brotnar tvær rúður, ekki er vitað hver/hverjir hafi þar verið að verki.

S.l. föstudag var stolið stimplum af sýsluskrifstofunni þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram.Ekki er vitað hver/hverjir þar voru að verki og eru umræddir aðilar beðnir að skila umræddum stimplum.

Þá vill lögregla koma á framfæri að nú er sá tími kominn að kindur  með lömb eru víða við vegkanta og þegar farið að bera á því að ökumenn eru farnir að aka á lömb. Ökumenn, takið tillit til þess þegar ekið er um þjóðvegina hér á Vestfjörðum, því þar sem nýgræðingur er meðfram vegum sækir féð í hann.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
  • Kristín í eldhúsinu.
Vefumsjón