Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2008 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 24. til 30. nóvember 2008.

Mynd lögregluvefurinn.
Mynd lögregluvefurinn.

Í vikunni var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum.  Þrjú þeirra voru minniháttar óhöpp innanbæjar á Ísafirði.  Um kl. 02:00, aðfaranótt þriðjudagsins, valt tengivagn á hliðina á Hrafnseyrarheiði.  Mjög mikil hálka var á veginum og rann tengivagninn út af veginum þrátt fyrir að hafa verið á keðjum.  Ökumann dráttarbifreiðar sem dró vagninn sakaði ekki en talsverðar skemmdir urðu á þessum ökutækjum. 

Að morgni miðvikudagsins kom í ljós að reynt hafði verið að brjótast inn í Shellskálann í Bolungarvík.  Tilraun hafði verið gerð til að spenna upp hurð á aðalinngangi skálanns og einnig hafði verið reynt að brjóta upp hurð á starfsmannainngangi.  Þá var brotist inn í sundlaugarbygginguna á Þingeyri þessa sömu nótt og stolið peningum úr afgreiðslu.  Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu í húsinu til að komast inn og brutu síðan gler í afgreiðslu til að komast þar inn.   Mál þessi eru í rannsókn og eru þeir sem mögulega hafa upplýsingar varðandi þessi tvö mál beðnir um að setja sig í samband við lögreglu í síma 450-3730.

Um kl. 17:00 á föstudeginum var björgunarsveit frá Reykhólum kölluð út til að aðstoða vegfaranda á Þorskafjarðarheiði en hann hafði fest bifreið sína í snjó.  Þá fór björgunarsveitin frá Hólmavík til að aðstoða mann sem svipað var ástatt fyrir á veginum um Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi að kvöldi laugardagsins.  Þessir aðilar voru aðstoðaðir til byggða og varð ekki meint af.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
Vefumsjón