Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. nóvember 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25. október til 1.nóvember 2010.

Nokkrir ökumenn hafa vanrækt að láta skoða ökutæki sín.
Nokkrir ökumenn hafa vanrækt að láta skoða ökutæki sín.
Þriðjudagskvöldið 26. október var tilkynnt um umferðarslys á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi í Ísafjarðardjúpi, þar hafði dráttarbíll með tengivagn hafnað út fyrir veg. Lögregla á eftirlitsferð kom fyrst á vettvang og var ökumaður, sem var einn í bílnum fluttur á heilsugæsluna á Hólmavík til skoðunar og í framhaldi af því fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl til skoðunar á slysadeild.   Bifreiðin og vagninn var mjög illa farin og flutt af vettvangi með þar til gerðum tækjum.

Nokkrir ökumenn voru boðaðir með ökutæki sín til skoðunar þar sem vanrækt hafði verið að færa þær til skoðunar á réttum tíma. Þá voru nokkrir ökumenn áminntir vegna ljósabúnaðar.

Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um eld í þvottavél í íbúðarhúsi á Reykhólum. Slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem reyndist lítill og skemmdir ekki miklar.  Slökkviliðið reykræsti húsið.

Umferð í umdæminu hefur verið með rólegra móti þessa viku, akstursskilyrði verið misjöfn, hálka víða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
Vefumsjón