Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. mars 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 25.feb til 3 mars 2013.

Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Snemma morguns þann 3. mars,eða rúmlega kl.07:00,barst lögreglunni tilkynning um að maður væri að valda skemmdum á bifreiðum sem stóðu á bifreiðastæði við sjúkrahúsið á Ísafirði. Í framhaldi útkallsins handtók lögreglan ungan karlmann sem hafði verið á hlaupum í bænum,berfættur og ölvaður. Maðurinn var færður í fangaklefa þar sem hann var látinn sofa úr sér vímuna. Lýsing á manninum sem olli skemmdunum passaði við umræddan mann. Hann var yfirheyrður þegar af honum rann víman og viðurkenndi hann að hafa valdið skemmdum á nokkrum bifreiðum sem stóðu mannlausar við sjúkrahúsið.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni. Eitt þeirra varð þegar bifreið lenti út af veginum við Arnarnes þann 26. febrúar. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist. Þá var bifreið ekið utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði á Ísafirði þann 28. febrúar og loks rann bifreið út af veginum í Ísafjarðardjúpi án þess að meiðsl urðu á fólki og tjón var óverulegt. Þetta var að kveldi 3. mars sl.

Tilkynnt var um eitt vinnuslys í liðinni viku. Um var að ræða minniháttar slys í fiskverkun í Ísafjarðarbæ um miðjan dag þann 25. febrúar.

Tveir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Tilvikin voru bæði í Skutulsfirði.

Einn ökumaður var kærður fyrir að leggja ólöglega á Ísafirði í liðinni viku,annar fyrir að aka án ökuréttinda og þriðji fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Pétur og Össur.
Vefumsjón