Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. maí 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26. apríl til 3. maí 2010.

13 ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu í síðustu viku allir í nágrenni Hólmavíkur.Sá sem hraðast ók var á 132 km/klst.
13 ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu í síðustu viku allir í nágrenni Hólmavíkur.Sá sem hraðast ók var á 132 km/klst.
Í vikunni sem var að líða var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.Um miðnætti aðfaranótt s.l. föstudags var tilkynnt að jeppabifreið hefði verið ekið utan í vegg  í  Vestfjarðargöngunum, Önundarfjarðarmegin. Ekki urðu slys á fólki,en talsvert eignartjón,bifreiðina þurfti að fjarlægja með krana,einhverjar tafir urðu á umferð vegna óhappsins,en óverulegar þó.Þá barst tilkynning til lögreglu á föstudag  að bíll hefði farið útaf á Steingrímsfjarðarheiði,ekki hefði verið um slys á fólki að ræða og litlar skemmdir.Ökumaður var aðstoðaður við að koma bíl sínum upp á veg.

13 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku,allir í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók,var mældur á 132 km/klst.,þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Á þessum árstíma er alltaf eitthvað um að grjót hrynji á þjóðvegina og bárust tvær tilkynningar til lögreglu um grjóthrun,önnur var á Djúpvegi,Óshlíðarvegi og hin í Arnarfirði  nálægt Mjólkárvirkjun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
Vefumsjón