Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. október 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26. sept til 3. okt 2011.

Aðfaranótt laugardagsins var tilkynnt til lögreglu um mann í sjónum við Hólmavík.
Aðfaranótt laugardagsins var tilkynnt til lögreglu um mann í sjónum við Hólmavík.
Þessi vika var í rólegri kantinum hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Aðalverkefnin voru á föstudeginum, þegar líða tók á kvöldið og veðrið versnaði. Eitthvað var um að lausir munir væru að fjúka , en björgunarsveitarmenn sáu um að koma hlutum í skjól og hindra frekara fok. Grjót hrundi á vegina við Þingeyri, í Trostansfirði og á Súðavíkurhlíð. Engan sakaði í þessum skriðum.

Klukkan 01:59 aðfaranótt laugardagsins var tilkynnt til lögreglu um mann í sjónum við Hólmavík. Var maðurinn á sundi og stefndi frá landi. Björgunarsveit var kölluð til með viðeigandi búnað. Náðu björgunarsveitarmenn manninum, sem var ekkert á því að koma í land. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en líkamshiti hans var farinn að dala talsvert. Ekki gat maðurinn gert neina grein fyrir háttarlagi sínu.

Þann 26. sept. klukkan 18:28 var tilkynnt um dauða rollu sem hafði verið skotin með kraftmiklum riffli. Lögreglan fór á staðinn, sem var um 300 metra ofan við skorsvæði skotfélagsins upp á heiði, fyrir ofan Dagverðardal. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Heldur er þetta döpur frétt, lítilmannlegt framferði skotmannsins. Lögreglan óskar eftir upplýsingum sem gætu leitt í ljós hver gerandinn er.

Enginn var kærður fyrir of hraðan akstur og er það frétt út af fyrir sig. Tilkynnt var um tvö tilvik þar sem ekið var á lamb og rollu. Mikið er um kvartanir íbúa Ísafjarðar vegna aksturs léttra bifhjóla í bænum. Mikill hávaði er af þessu og ónæði fyrir fólk. Hefur fólk kvartað yfir of hröðum akstri þeirra og tillitsleysi gagnvart öðrum í umferðinni. Lögreglan er með þessi mál til skoðunar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
Vefumsjón