Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. ágúst 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 26.júlí til 2.ágúst 2010.

Í liðinni viku var ekið á fimm lömb og eina kind,sem tilkynnt var um,í öllum tilfellum drápust skepnurnar.
Í liðinni viku var ekið á fimm lömb og eina kind,sem tilkynnt var um,í öllum tilfellum drápust skepnurnar.
Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum, Mýrarboltinn var haldinn um helgina og var talsvert af fólki því í bænum á Ísafirði,eitthvað bar á ölvun hjá fólki og eitthvað um minniháttar pústra. Allmikil umferð var á þjóðvegum og talsvert um óhöpp, þá voru sumir hverjir að flýta sér og voru 12 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, mældist á 130 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.  10 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu, nokkur minniháttar og eitt umferðarslys, bílvelta á Steingrímsfjarðarheiði og var ökumaður og farþegar fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar. Talsvert eignartjón var í þessum óhöppum. Þá virðast ökumenn ekki vara sig á lausagöngu búfjár við þjóðvegina þar sem tilkynnt var til lögreglu að ekið hafi verið á fimm  lömb og eina kind  í öllum þessum tilfellum drápust skepnurnar. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur.  Nokkrir voru boðaðir í skoðun þar sem þeir hafa ekki sinnt því að færa ökutæki sín til skoðunar og númer tekin af tveim ökutækjum.

Þá sinnti lögregla eftirliti með Fiskistofu í Ísafjarðardjúpi, með ólöglegum netalögnum í sjó og var lagt hald á eitt net í þessari eftirlitsferð.

Á lagardagskvöld var tilkynnt um eld í gaskút þar sem verið var að grilla við íbúðarhús á Urðarvegi á Ísafirði, greiðlega gekk að slökkva og hlutust minniháttar skemmdir af.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Maí »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Úr myndasafni

  • Súngið af mikilli raust.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
Vefumsjón