Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. febrúar 2013 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 28. janúar til 4. febrúar 2013.

Bíll valt norðan við Hólmavík í morgun.
Bíll valt norðan við Hólmavík í morgun.
Nokkuð var um annir hjá lögreglunni í byrjun vikunnar vegna ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði og nágrenni. Björgunarsveitir komu þar til aðstoðar. Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í liðinni viku. En þá valt bifreið út af Hnífsdalsvegi. Engin slys urðu á vegfarendum en töluvert tjón var á bifreiðinn. Þá var nú í morgun tilkynnt um aðra bílveltu,skammt norðan við Hólmavík. Engin slys urðu á fólki þar heldur en bifreiðin, sem mun hafa oltið tvær veltur,og er töluvert skemmd. Aðfaranótt sunnudagsins var karlmaður handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði. Hann hafði átt í útistöðum við gesti sem þar voru og beitt hafnarboltakylfu. Maður þessi var ölvaður og æstur. Hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og var færður í fangaklefa. Þá mun hann hafa haft í líflátshótunum við nærstadda og lögreglu. Hann gisti fangageymslu og er af honum var runnin víman var hann yfirheyrður. Honum var sleppt lausum seinni partinn í gær. Mál mannsins er litið alvarlegum augum bæði vegna hótananna og eins þar sem hann er grunaður um að hafa beitt áður greindu áhaldi.

Þann 1. febrúar mun tjón hafa verið unnið á svartri BMW fólksbifreið sem stóð mannlaus á bifreiðastæði við flugstöðina á Ísafirði. En svo virðist sem lykill hafi verið notaður til að rispa vélarhlíf bifreiðarinnar. Búi einhver yfir vitneskju um þennan verknað er sá vinsamlega beðinn um að hafa samband við lögregluna í síma 450 3730. Höfð voru afskipti af tveimur ökumönnum í liðinni viku vegna of hraðs aksturs. Annar var stöðvaður í Skutulsfirði en hinn í Ísafjarðardjúpi, en sá mun hafa ekið á 114 km. hraða. Einn ökumaður var kærður í liðinni viku,grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá ók um götur Patreksfjarðar að kveldi 30. janúar sl.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
Vefumsjón