Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. febrúar 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. janúar til 6. febrúar 2017.

Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku.
Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku.

Nú í síðustu viku bárust lögreglu tvær tilkynningar frá íbúum í miðbæ Ísafjarðar um lausan hund. Um var að ræða sama hundinn í báðum tilvikum sem virtist ganga laus og í öðru tilvikinu fór hundurinn inn um ólæstar íbúðardyr. Enginn var heima og þegar íbúar komu heim var hundurinn búinn að éta ýmislegt matarkyns í eldhúsinu. Eigendum hundsins hefur verið gerð grein fyrir ákvæðum samþykktar Ísafjarðarbæjar um hundahald. Auk þess sem viðkomandi sviði Ísafjarðarbæjar hefur verið gerð grein fyrir þessu.

Eigendur hunda eru minntir á mikilvægi þess að tryggja að aðrir íbúar verði ekki fyrir ónæði af hálfu hunda.

Eitt umferðaróhapp varð í síðastliðinni viku. En þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Hjallahálsi. Bifreiðin rann út af veginum og valt a.m.k. eina veltu. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hólmavík. Áverkar hans reyndust minni háttar.

Skemmtanahald fór vel fram en víða voru haldin þorrablót.

Tíðarfarið hefur verið með eindæmum gott og greiðfært verið víðast hvar. Oftar en ekki hefur það haft í för með sér að ökumenn gleymi sér og aki hraðar en ella. Lögreglan fylgist vel með og eru ökumenn minntir á að aka með varúð þó svo vegur sé auður og hindrunarlaus.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Séð til Krossness frá Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Sirrý og Siggi.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
Vefumsjón