Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. júní 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30. maí til 6. júní 2011.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í vikunni sem var að líða var umferð með rólegra móti í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs, innanbæjar á Ísafirði. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Þá er ekki úr vegi að geta þess og minna vegfarendur á að þegar þessi tími er kominn þá er víða við þjóðvegina á Vestfjörðum kindur og lömb og hvetur lögregla vegfarendur til að taka tillit til þess.

Fimmtudaginn 2. júní lenti bifhjól út fyrir veg á Barðastrandarvegi við Birkimel, þar missti ökumaður stjórn á hjólinu í lausamöl og hafnaði út fyrir veg. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar og í framhaldi með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ökumaður reyndist, sem betur fer minna slasaður en haldið var í fyrstu.

Laugardaginn 4. júní var tilkynnt um umferðaróhapp á þjóðveginum um Holtavörðuheiði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl til móts við þyrlu LHG, sem flutti viðkomandi til Reykjavíkur til skoðunar.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur um helgina á Patreksfirði.

Hátíðarhöld og skemmtanahald vegna sjómannadagsins fóru vel fram í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Á Patreksfirði byrjuðu hátíðarhöldin á fimmtudag með dagskrá sem stóð fram á sunnudagskvöld. Á sama tíma var haldin íþróttakeppni, svokallaðir Hálandaleikar með fjölda þátttakanda, bæði erlendum og íslenskum. Um þessa helgi var talið að íbúafjöldi hafi að minnsta kosti tvöfaldast og fór hátíðin og skemmtanahald fram með besta móti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón