Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. maí 2012 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 30.apríl til 7.maí.

Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið á ferð á Hornströndum.
Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið á ferð á Hornströndum.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Tvö minniháttar óhöpp urðu í Vestfjarðargöngunum,þar sem göngin eru einbreið. Um var að ræða minniháttar óhöpp. Lögregla vill benda ökumönnum sem leið eiga um göngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar að aka með gát um einbreiðu leggina. Oft getur verið erfitt að gera sér grein fyrir vegalengdum og hraða þeirra bifreiða sem á móti koma. Þá var tilkynnt um minniháttar óhapp í Kjálkafirði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Greiðlega gekk að koma bifreiðinni upp á veg aftur og litlar sem engar skemmdir. Þarna voru erlendir ferðamenn á ferð. Tveir ökumenn voru stöðvaðir innanbæjar á Ísafiðri í vikunni vegna hraðaksturs. Nú er sá tími þar sem ungu vegfarendurnir eru farnir af stað á hjólunum. Því vill lögregla hvetja foreldra/forráðamenn til notkunar á hjálmum. Vart þarf að fjölyrða um notkun þeirra og það öryggi sem þeir veita. Þetta á einnig við um þá sem eldri eru, þrátt fyrir að í lögunum standi að ekki sé skylda þeirra sem 15 ára eru eða eldri að nota hjálma. Lögregla hvetur því þá sem eldri eru að vera fyrimynd þeirra sem yngri eru. Hvað ungur nemur, gamall temur. Þriðjudaginn 1. maí sökk handfærabáturinn Krummi B.A út af Látrabjargi. Bátsverji bjargaðist yfir í annan bát sem var skammt undan. Krummi sökk á mjög skömmum tíma eftir að hafa fengið ólag á bátinn.

Sunnudaginn 6. maí fór lögregla með þyrlu gæslunnar í eftirlitsflug um Hornstrandir ( friðlandið). Ekki sást til ferða bjarndýra, eða ummerki um að bjarndýr hefðu verið þar á ferð. Aftur á móti sáust vegsummerki um að vélsleðar hefði verið á ferð í firðlandinu. Bæði voru för á snjó og þar sem enginn snjór er. Þess má geta að ó heimil er umferð vélsleða, eða annarra vélknúinna farartækja í friðlandinu. Þá vill lögregla benda á tilkynningarskyldu þeirra sem um firðlandið fara, annarra en landeiganda. Sími Hornstrandastofu er 534-7590 og gsm 822-4056.

Mikið hefur verið kvartað til lögreglu vegna aksturs torfæruhjóls um bæinn. Á laugardagskvöldið var kvartað undan akstri hjólsins sem þá var ekið ofan við Grænagarð. Lögreglumenn sáu til ferða hjólsins út í Krók, þar sem því var ekið utan vegar um varnargarðinn ofan við byggðina. Þegar ökumaðurinn sá lögreglu snéri hann við og ók sömu leið til baka. Allir íbúar á Urðarvegi og Hjallavegi urðu varir við aksturinn og hávaðann frá hjólinu. Ökumaðurinn reyndist hafa tekið hjólið ófrjálsri hendi. Hann ók hjólinu inn fyrir blokkirnar á Urðarveginum þar sem hann henti hjólinu ofan í skurð og stakk af. Lögregla vinnur að rannsókn málsins og hefur meintur ökumaður verið til yfirheyrslu í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Við Fell 15-03-2005.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
Vefumsjón