Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. maí 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 3 til 10.maí 2010.

Eitt umferðaróhapp varð í síðustu viku,og það í Strandasýslu.
Eitt umferðaróhapp varð í síðustu viku,og það í Strandasýslu.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í síðustu viku.Föstudaginn 7. maí varð bílvelta á Innstrandarvegi skammt vestan við Broddanes,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt eina til tvær veltur.Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík,til skoðunar. Bifreiðin var óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Þá voru átta ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu.Þrír voru stöðvaðir í og við Ísafjarðarbæ,einn á Patreksfirði og fjórir í nágreni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók,var mældur á 126 km/klst, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu bæði í Strandasýslu,annað slysið varð með þeim hætti að sjómaður á grásleppubát flækti annan fótinn í tógi, þegar verið var að leggja netin og kastaðist  fyrir borð. Félagi mannsins náði honum fljótlega um borð aftur.Sá sem í sjóinn fór kenndi sér eymsla í fæti og fór í skoðun á Heilsugæslustöðina á Hólmavík.Þriðjudaginn 4. maí  tilkynnt um að refaskytta hefði dottið og fótbrotnað rétt innan við Hólmavík og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina og í framhaldi af því með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari skoðunar.

Skömmu fyrir kl. 03:00 aðfaranótt 10. maí  var tilkynnt um eld við Vaxon-húsið í Bolungarvík.Vaxon-húsið stendur við Aðalstræti.Þar var eldur í gúmbát.Þegar lögregla kom á vettvang var búið að slökkva eldinn.Ljóst er að kveikt hefur verið í bátnum og biður lögregla alla þá sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa, eða hafa orðið varir við mannaferðir við húsið, um þetta leyti,að láta lögreglu vita.Sími lögreglunnar á Vestfjörðum, varðstofa Ísafirði er 450-3730.

Þá tók lögregla,ásamt viðbragðsaðilum á norðan verðum Vestfjörðum,þátt í viðamikilli björgunaræfingu á Ísafjarðarflugvelli s.l. laugardag. Æfingin þótti takast með ágætum og voru allir viðbragðsaðilar ánægðir með sinn þátt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
Vefumsjón