Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. október 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5 október til 12 október 2009.

Einn tekin ölvaður við akstur.
Einn tekin ölvaður við akstur.

Í s.l.viku urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Fimmtudaginn 8 okt varð bílvelta á Bíldudalsvegi á Hálfdán þar valt jeppi út fyrir veg og hafnaði á hliðinni, ekki slys á fólki, akstursskilyrði slæm, hálka á vegi.  Föstudaginn 9 okt hafnaði bíll útaf veginum í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar, minniháttar tjón ekki slys á fólki, akstursskilyrði ekki góð, hálka á vegi.  Þá varð minniháttar umferðaróhapp í Bolungarvík, ekki slys á fólki.

Þá voru n nokkrir ökumenn áminntur vegna búnaðar ljósabúnaðar og fl. og vill lögregla brýna fyrir ökumönnum að huga að ljósabúnaði ökutækja sinna og búa ökutæki sín í samræmi við aðstæður.

Þrír voru teknir fyrir of hraðan akstur á Ísafirði þar sem hámarkshraði er 60 km/klst og vill lögregla benda ökumönnum á að haga akstri eftir aðstæðum.  Einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni.

Föstudaginn 9 okt féll aurskriða á Hnífsdalsveg og lokaðist hann um tíma, þar til búið var að hreinsa veginn.

Í vikunni voru nokkrar tilkynningar til lögreglu vegna veðurs, lausir hlutir að fjúka, en engar verulegar skemmdir hlutust vegna hvassviðrisins sem gekk yfir í vikunni.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Úr sal.Gestir.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón