Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. desember 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 12. des.2011.

Tilkynning barst um dauðan hund við höfnina á Þingeyri.
Tilkynning barst um dauðan hund við höfnina á Þingeyri.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í Bolungarvíkurgöngunum í liðinni viku og var mældur á 95 km/klst.,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni, þann 7. des., varð árekstur á Vestfjarðarvegi við gatnamót Flateyrarvegar, þar skullu saman tvær bifreiðar, talsvert tjón á ökutækjum, en ekki slys á fólki, sama dag var ekið utan í hross á Engidalsvegi í Skutulsfirði, hrossið slapp án teljandi meiðsla, en einhverjar skemmdir á bifreiðinni.

Fimmtudaginn 8. des., barst lögreglu tilkynning um dauðan hund við höfnina á Þingeyri.  Málið er í rannsókn lögreglu.

Skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
Vefumsjón