Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. desember 2010 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. des, til 13,des.2010.

Lögregla mun herða eftirlit með ölvunarakstrí nú á aðventunni.
Lögregla mun herða eftirlit með ölvunarakstrí nú á aðventunni.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Nýlega var settur upp umferðargreinir í Bolungarvíkurgöngunum þar sem fram kemur að hraðakstur í göngunum er verulegur og sá sem hraðast ók þar, var mældur  á 137 km/klst. Það er ekki spurning að þarna er ökumaður að stofna sér og öðrum vegfarendum stórhættu. Lögregla vill því beina þeim tilmælum til ökumanna að fara eftir þeim reglum sem þar gilda,sem og annarsstaðar. Hámarkshraði í Bolungarvíkurgöngunum er 70 km/klst.Lögregla mun auka verulega eftirlit með hraðakstri á svæðinu. 

Þrátt fyrir mikið eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri af hálfu lögreglu var enginn af þeim sem afskipti voru höfð af, kærðir.

Enn og aftur hafði lögregla afskipti af ökumanni þar sem hann hafði fest bifreið á nýja skíðasvæðinu, núna neðst við skíðalyftu á barnasvæðinu.Lögregla vill árétta það að akstur bifreiða á þessu svæði er með öllu óheimill og biður lögregla um að þetta sé virt. Þetta flokkast sem utanvegaakstur.

Skemmtanahald fór vel fram um helgina þrátt fyrir fjölmenni á skemmtistöðum.

Lögregla vill benda á að á aðventunni er lögregla með stíft eftirlit með ökumönnum, þar sem fylgst er með ölvunarakstri.  Þá vill lögregla hvetja gangandi vegfarendur til þess að nota endurskynsmerki,talsvert hefur borið á að gangandi vegfarendur sem nota þau ekki og þar af leiðandi sjást illa í umferðinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
Vefumsjón