Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. mars 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. til 13. mars. 2017.

Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.
Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.

Í vikunni hafði lögreglan afskipti af tveimur ungum drengjum, sem óku sitt hvoru vélhjólinu.  Þetta var utan vegar í Dýrafirði.  Í ljós kom að drengirnir voru ekki með ökuréttindi til aksturs þessara farartækja auk þess sem þau voru ekki skráð né heldur tryggð.  Sama dag voru höfð afskipti af öðrum ungum ökumanni, á öðrum stað,  sem ekki hafði öðlast tilskilin ökuréttindi auk þess sem skráningarnúmer voru ekki á hjólinu.

Alls voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.  Sá sem hraðast ók mældist á 125 km. á klst.  Þessir ökumenn voru í akstri í Önundarfirði, Ísafjarðardjúpi og í Strandasýslu.

Númeraplötur voru teknar af fjórum ökutækjum í vikunni.  Ástæðan var vangoldin iðgjöld vegna lögbundinna trygginga.  Eigendur ökutækja eru hvattir til að tryggja að þetta sé í lagi.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni.  Eitt þeirra varð í Arnkötludal þegar ökumaður missti stjórn á jeppabifreið sinni með afleiðingum að hún rann út af veginum og valt.  Engin meiðsl hlutust af þessu óhappi en bifreiðin var óökufær eftir atvikið.  Snjóþekja var á yfirborði vegarins.

Annað óhappið varð í Skötufirði þegar lítil jeppabifreið rann út af veginum og hafnaði í vegrás, ofan vegarins, án þess að velta.  Hvorki ökumann eða farþega sakaði en bifreiðin var óökufær eftir atvikið.

Þriðja óhappið varð á Klettshálsi þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og rann hún út af veginum og valt.  Ökumann eða farþega sakaði ekki.

Í öllum þessum tilvikum voru ökumenn og farþegar með öryggisbelti spennt.  Minnt er á mikilvægi þeirra hvort heldur í lengri eða styttri ferðum.

Þrír ökumenn voru kærðir í vikunni fyrir að nota ekki öryggisbelti.  Allir voru þessir ökumenn í akstri í Vesturbyggð.

Lögreglan framkvæmdi húsleit í tveimur íbúðum hjá aðila sem áður hefur komið við sögu vegna fíkniefnamála.  Íbúðirnar tvær eru í Ísafjarðarbæ.  Maðurinn er grunaður um neyslu og dreifingu fíkniefna á norðanverðum Vestfjörðum.  Í húsleitunum fundust engin fíkniefni en  neysluáhöld og einnig vísbendingar um að dreifing hafi átt sér stað.  Aðilinn var handtekinn og yfirheyrður.  Honum hefur verið sleppt lausum.  Ætluð brot mannsins eru þó enn til rannsóknar.

Minnt er á upplýsingasíma lögreglunnar 800 5005 varðandi ábendingar um fíkniefnameðhöndlun.  En einnig er hægt að koma upplýsingum í einkaskilaboðum lögreglunnar á Vestfjörðum í gegnum facebooksíðu hennar. Þá er hægt að hringja beint í síma lögreglunnar á Vestfjörðum, 444 0400.  Fullri nafnleynd er heitið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
Vefumsjón