Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. nóvember 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. nov til 16. nov. 2009.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í síðustu viku.
Talsverður erill var hjá lögreglunni á Vestfjörðum í síðustu viku.

Í vikunni sem var að líða var talsverður erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Um helgina hafði lögregla eftirlit með rjúpnaskyttum í umdæminu, en talsveður fjöldi þeirra hefur verið á ferðinni um helgina og almennt eru menn með hlutina í lagi, skotvopnaleyfi og veiðikort.

Fjórir ökumenn voru kærðri fyrir of hraðann akstur í umdæminu.  Þrír í nágrenni  Ísafjarðar og einn í nágrenni við Hólmavík.Sá sem hraðast ók, ók á 128 km/klst, þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Fjögur umferðaróhöpp urðu í vikunni.Þriðjudaginn 10 valt bíll á Vestfjarðavegi í Önundarfirði ökumaður kvartaði um eymsli í mjöðm og  baki og var fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.Aðfaranótt laugardags þann 14 fór bíll útaf  Vestfjarðarvegi skammt sunnan við afleggjarann að Reykhólum í Reykhólasveit, þar varð eignartjón, en ekki slys á fólki.  Í báðum þessum tilfellum er hugsanleg ástæða óhappanna slæm akstursskilyrði   Þá var ekið utan í bíl sama dag á Aðalstræti á Ísafirði, minniháttar skemmdir, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi.Snemma á sunnudagsmorgun þann 15 var ekið utan í bifreið á Sólgötu á Ísafirði,  ökumaður sem valdur var að því, var grunaður um ölvun.

Tvö slys urðu í vikunni,ungur piltur var að príla yfir vegg við grunnskólann og datt með þeim afleiðingum að hann haldleggsbrotnaði illa og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið. 

Þá varð aflvarlegt vinnuslys í steypustöð BM-Vallá í Bolungarvík .Þar fótbrotnaði starfsmaður illa á báðum fótum við vinnu sína.Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.Lögregla og vinnueftirlitið vinnur að rannsókn málsins.

Enn og aftur  eru einhverjir sem gera sér það að leik að sprauta úr slökkvitækjum í Vestfjarðargöngunum.Þetta er allt of algengt að menn geri sér þetta að leik og er það vonandi að þeir sem þarna hafa verið að verki, þurfi ekki á þessum tækjum að halda í neyð.

Lögregla vill brýna fyrir ökumönnum að aka varlega,akstursskilyrði eru mjög breytileg á þessum árstíma,víða geta myndast hálkublettir þó vegir séu þurrir.Þá vill lögregla einnig benda ökumönnum á mikilvægi þess að hafa ljósabúnað ökutækja sinna í lagi,en lögregla stöðvaði nokkra ökumenn og áminnti vegna ljósabúnaðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Vefumsjón