Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. janúar 2017 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. til 16. janúar.

Kannabisefni send á Strandir.
Kannabisefni send á Strandir.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp í liðinni viku. Annað þeirra varð á Súðavíkurhlíð að kveldi 12. janúar sl. en þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni. Bifreiðin rann út af veginum og fór veltur ofan vegarins. Ökumaðurinn, sem var einsamall í bifreiðinni, slapp án meiðsla, enda með öryggisbeltið spennt. Bifreiðin var ó ökufær eftir atvikið. Hitt óhappið varð á Gemlufallsheiði um miðjan dag sama dag, þann 12. janúar, en þá rann bifreið til og utan í vegrið sem er Bjarnadalsmegin við heiðina. Bifreiðin festist og þurfti að losa hana. Hvorki ökumann eða farþega sakaði.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku. Ökumaðurinn var stöðvaður í umferðareftirliti í miðbæ Ísafjarðar.

Lögreglan lagði hald á pakkasendingu sem send var frá höfuðborgarsvæðinu á ákveðinn aðila í Strandasýslu. Um var að ræða um 4 grömm af kannabisefnum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Úr sal.Gestir.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón