Vikan hjá lögreglunni á Vesfjörðum 13.til 20.okt.2014.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, fyrra óhappið varð föstudaginn 17. þá varð bílvelta á Innstrandarvegi á Ströndum, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. Síðara óhappið varð á Patreksfirði, þar missti ökumaður stjórn á ökutækinu þannig að það hafnaði inn í húsagarði. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Þá var annar ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur á Patreksfirði í vikunni.
Í vikunni voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu, átta í og við Ísafjörð og fjórir við Hólmavík. Sá sem hraðast ók var mældur á Djúpvegi við Hólmavík og mældist á 130 km/klst.
Við venjubundið eftirlit á flugvellinum á Ísafirði sunnudaginn 19. fannst lítilræði að fíkniefnaum við leit á farþega sem var að koma frá Reykjavík.
Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu.