Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júní 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 02. til 09. júní 2014.

Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur.
Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku fyrra atvikið var þegar bifreið var ekið á ljósastaur á Skutulsfjarðarbraut, ekki slys á fólki. Þá var einnig ekið utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæðinu við Kaupfélagið á Hólmavík, um minniháttar skemmdir var að ræða. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 136 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Föstudaginn 6. júní  var tilkynnt um eld í vélbátnum Jónínu Brynju Í.S. þar sem báturinn var á Aðalvík, vestan við Straumnes. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir og nærstaddur bátur kom til aðstoðar.  Fljótlega náðist að ráða niðurlögum elds í vélarúmi og var báturinn dreginn til hafnar.

Rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöld var tilkynnt um tvær stúlkur sem höfðu farið í fjallgöngu og farið upp Kubbann inn í Skutulsfirði og lent þar í vandræðum, önnur stúlkan hafði snúið sig á fæti og gat ekki haldið áfram . Kallaðar voru út björgunarsveitir til aðstoðar og var verkinu lokið um kl. 06:00 á sunnudagsmorgun. Stúlkan var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Skemmtanahald var víða í umdæminu um liðna helgi, hvítasunnuhelgina og margir á ferðinni.  Á Patreksfirði var haldin hin árlega Skjaldborgarhátíð og fór skemmtanahald nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Úr sal.Gestir.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
Vefumsjón