Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. júlí 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 1. til 8. júlí 2013.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.
Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Í liðinni vikur voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Fyrra óhappið var á Vestfjarðavegi/Hrafnseyrarheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifreiðin var ekki ökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá var tilkynnt um minni háttar óhapp í Vestfjarðargöngum.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi/Ísafjarðardjúpi og þar af tveir á vegarkaflanum sem liggur í gegnum þorpið í Súðavík. Vert er að benda ökumönnum á að þar sem Djúpvegur liggur í gegnum þorpið,þar er hámarkshraðinn tekinn niður í 50 km/klst.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur.

Skemmtanahald gekk nokkuð vel fyrir sig um liðna helgi og án teljandi afskipta lögreglu,fyrir utan fyrirhugaða skemmtun sem átti að halda á Rauðasandi/Rauðasandsfestivel. Upp úr miðjum degi fór að hvessa verulega með mikilli rigningu á tjaldsvæðinu á Melanesi,þar sem hátíðin var byrjuð. Þangað voru komin milli þrjú og fjögur hundruð manns. Óskuðu skipuleggendur hátíðarinnar eftir aðstoð og voru tvær björgunarsveitir kallaður út,björgunarsveitirnar Blakkur frá Patreksfirði og Tálkni frá Tálknafirði til aðstoðar ásamt lögreglu.  Greiðlega gekk að safna saman tjöldum og öðru lauslegu sem farið var að fjúka og fóru allir gestirnir af svæðinu til Patreksfjarðar þar sem fólkið fékk inni í Grunnskólanum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
Vefumsjón