Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. desember 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. nóv til 2. des 2013.

Lögreglan minnir á endurskinsmerki.
Lögreglan minnir á endurskinsmerki.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðann akstur innan bæjar á Ísafirði, þar sem hámarkshraði  er 35 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og annar stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Fimmtudaginn 28. nóv., kom upp eldur í flutningabifreið sem ekið var  um Þröskulda, þjóðveg 61, Djúpveg.  Slökkvilið frá Hólmavík var kallað á vettvang ásamt lögreglu. Bifreiðin var alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang og nokkuð greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Bifreiðin gjörónýt og færð af vettvangi með krana. Eldsupptök eru ókunn.

Enn og aftur vill lögregla kom á framfæri ábendingum til foreldra og forráðamanna barna og unglinga um notkun endurskinsmerkja og mikilvægi þeirra og sama á við um hjólandi vegfarendur.  Svartasta skammdegið fer í hönd, því eru þessir öryggisþættir svo mikilvægir. Þá er einnig rétt að benda ökumönnum/umráðamönnum ökutækja á að yfirfara ljósabúnað ökutækja sinna og mikilvægi þess að þessi búnaður sé ávallt í lagi, ekki síst á þessum árstíma.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Pétur og Össur.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
Vefumsjón