Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. nóvember 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 28. okt. til 4. nóvember. 2013.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku, öll fimmtudaginn  31. Október. Talsverður viðbúnaður var þegar tilkynnt var að strætisvagn hefði farið út af veginum um Gemlufallsheiði, ekki var vitað hvort og þá hversu margir farþegar voru í vagninum, en nánast ekkert símasamband var þar sem vagninn fór út af. Björgunarsveitir og sjúkrabílar voru kallaðir út, en þeir síðan afturkallaðir þegar lögregla var kominn á staðinn og ökumaður reyndist einn í vagninum. Vagninn hafði hafnað út fyrir veg í mikilli hálku og hvassviðri, þegar vindhviða kom á vagninn. Ökumaður slapp án meiðsla. Þá var ekið  utan í bifreið við Hamraborg á Ísafirði um minniháttar mál að ræða. Þá fauk bifreið út af veginum við bæinn Fremri Breiðadal Önundarfirði, ekki slys á fólki.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tveir í nágrenni Ísafjarðar og einn  á Djúpvegi norðan Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 124 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Að kveldi miðvikudagsins 30. Október kom upp eldur í bílskúr við Hellisbraut á Reykhólum, slökkvistarf gekk greiðlega og skamman tíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Talsverðar skemmdir urðu í brunanum, m.a., var jeppabifreið inn í skúrnum. Eldsupptök ókunn og er málið í rannsókn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Naustvík 10-09-2007.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón