Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. desember 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. des 2013.

Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í liðinni viku voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Þá voru þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu, öll þriðjudaginn 3. des., um að ræða eitt minniháttar óhapp á Ísafirði, útafakstur og veltu í Hestfirði og útafakstur og veltu á Vestfjarðavegi í Reykhólasveit. Ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Vestfjarðavegi var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur til skoðunar. Bifreiðarnar úr báðum veltunum voru óökuhæfar eftir óhappið. Á Ísafirði  var einn ökumaður kærður fyrir grun um akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku. Aðfaranótt föstudagsins 5. des., hafði lögreglan afskipti af tveim ungum mönnum sem höfðu bundið band á milli bifreiðar og gúmíslöngu. Þeir höfðu gert sér að leik að draga hvor annan á slöngunni eftir götum Bolungarvíkur. Vart þarf að fjölyrða um þá hættu sem slíku hátterni fylgir.

Björgunarsveit frá Barðaströnd, var kölluð út til að aðstoða vegfaranda á Dynjandisheiði sem hafði fest bíl sinn í snjó í vikunni.  Vegfarendur eru hvattir til að afla sér upplýsinga hjá Vegagerðinni, í síma 1777, áður en hugað er að ferðum yfir heiðar á þessum árstíma. Víða voru haldnar skemmtanir í umdæminu um liðna helgi og fóru þær vel fram og án teljandi afskipta lögreglu. Enn og aftur vill lögregla beina til foreldra og forráðamanna barna, sem og annara mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, sérstaklega á þessum árstíma þegar birtutíminn er sem stystur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Lítið eftir.
  • Söngur.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
Vefumsjón