Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. júlí 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 30. júní til 07. júlí 2014.

Í gær, sunnudag varð minniháttar flugóhapp í Fljótavík á Ströndum,
Í gær, sunnudag varð minniháttar flugóhapp í Fljótavík á Ströndum,

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og var um minniháttar óhapp að ræða, litlar skemmdir á ökutæki og ekki slys á fólki. Við húsleit í húsi á Ísafirði var lagt hald á talsvert magn landa  í liðinni viku. Í gær, sunnudag varð minniháttar flugóhapp í Fljótavík á Ströndum, þar hlekkist lítilli flugvél á í lendingu, ekki varð slys á fólki, en einhverjar skemmdir á vélinni og hún ekki flughæf.  Varðskip var statt á Ísafirði og flutti hún lögreglu og aðila frá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa á vettvang vegna rannsókanarvinnu.

Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu. Tónlistarhátíð var haldin á Rauðasandi um helgina og gekk nokkuð brösuglega vegna veðurs, gestir lentu í vandræðum á laugardagsmorguninn, tjöld farin að fjúka, þannig að kallað var til aðstoðar björgunarsveita á sunnan verðum Vestfjörðum,  fólkinu til aðstoðar og var fólkinu aðstoðað  yfir á Patreksfjörð, þar sem tónleikahaldið hélt áfram.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
Vefumsjón