Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. mars 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10. mars 2014.

Vélsleðaslys varð á Þorskafjarðarheiði þann 6 mars.
Vélsleðaslys varð á Þorskafjarðarheiði þann 6 mars.

Fyrri part þriðjudagsins 4. mars sl. voru unnar skemmdir á vélarhlíf og þaki grárrar Toyotu Corolla bifreiðar sem stóð á bifreiðastæði við Menntaskólann á Ísafirði. Einhver er talinn hafa gert sér að leik að stíga eða leggjast á vélarhlíf og þak bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að dældir og rispur hlutust af. Atvikið er talið hafa átt sér stað fyrri part þriðjudagsins 4. mars sl. Ekið mun hafa verið utan í mannlausa bifreið sem stóð á bifreiðastæði við Fjarðarstræti 4-6 á Ísafirði í vikunni. Bifreiðin, sem ekið var á, er rauð Nissan Almera. Áreksturinn er talinn hafa átt sér stað 4. eða 5. mars sl. Lögreglan hvetur þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að gera viðvart í síma 450 3730. Eigendur bera tjónið sem af þessu háttarlagi hlaust, nema sá sem þeim olli gefi sig fram eða mál upplýsist. Kl.12:22 þann 6. mars barst lögreglu og Neyðarlínu aðstoðarbeiðni vegna ökumanns vélsleða við Þorskafjarðarheiði. Lögregla frá Hólmavík, björgunarsveitin Mannbjörg í Reykhólasveit, sjúkraflutningamenn frá Búðardal og þyrla LHG tóku m.a. þátt í björgun ökumanns vélsleðans, sem mun hafa fótbrotnað. Talið er að maðurinn hafi fallið af vélsleðanum við akstur við rætur Þorskafjarðarheiðar. Hann var fluttur með þyrlu LHG til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Önnur umferðaróhöpp urðu í vikunni m.a. þegar bílvelta varð á Steingrímsfjarðarheiði að morgni 3. mars sl. Um var að ræða fólksbifreið sem lenti út af veginum og valt. Einn farþegi var í bifreiðinni, auk ökumanns. Hvorugur hlaut meiðsl af enda báðir spenntir í öryggisbelti þegar óhappið varð. Þá valt vöruflutningabifreið í Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Ökumann sakaði ekki en töluvert tjón varð á ökutækinu og farmi, sem aðallega var fiskur. Atvikið gerðist siðdegis þann 5. mars. Síðdegis þann 6. mars valt fulllestuð olíuflutningabifreið á Kleifaheiði, sem er milli Patreksfjarðar og Barðastrandar. Ökumann sakaði ekki en bifreiðin skemmdist töluvert, jafnvel talin ónýt. Farmurinn, sem var hráolía, lak ekki út úr bifreiðinni en viðeigandi ráðstafanir, ef slíkt skyldi gerast, voru framkvæmdar. Þannig var slökkviliðið í Vesturbyggð m.a. kallað á vettvang. Einn ökumaður var stöðvaður, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Það rétt eftir miðnættið aðfaranótt 8. mars, á Ísafirði. Annar ökumaður var kærður fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Sá ók Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði að kveldi 9. mars. Lögreglunni hafa borist kvartanir, einkum frá íbúum í Bolungarvík, vegna ökumanna sem hafa verið að aka vélsleðum innanbæjar þar. Slíkur akstur er bannaður, en þessi farartæki teljast til torfærutækja og ekki ætluð til aksturs á vegum eða í þéttbýli.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Úr sal.Gestir
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Vatn sótt.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
Vefumsjón