Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. mars 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 4. til 11. mars 2013.

Lögreglan hvetur ökumenn að gæta hófs hvað hraða varðar.
Lögreglan hvetur ökumenn að gæta hófs hvað hraða varðar.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku. Þetta var á Ísafirði aðfaranótt 11. mars. Aðili þessi hefur áður komið við sögu vegna fíkniefnaneyslu.

Í liðinni viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Þetta var annars vegar á Hnífsdalsvegi og hins vegar í Ísafjarðardjúpi.

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu mann nokkurn við að komast á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Hann hafði dottið í göngu í Höfðadal, skammt frá Patreksfirði. Þetta var um miðjan dag þann 10. mars. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en þurfti þó að fá aðstoð læknis.

Lögreglan hvetur ökumenn að gæta hófs hvað hraða varðar en svo virðist sem ökuhraði sé að aukast með hækkandi sól og betra færi. Lögreglan mun fylgjast vel með að ökuhraði sé í samræmi við lög og reglur í umdæminu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Jánið að mestu komið á að SA verðu,03-12-2008.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón