Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. maí 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 12.maí 2014.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hólmavík.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hólmavík.

Fimm ökumenn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þrír í nágrenni Ísafjarðar og tveir við Hólmavík. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um meintan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmdarverk voru unnin um liðna helgi á Ísafirði og einnig í Bolungarvík. Á Ísafirði voru brotnar rúður í þrem ökutækjum, í einu ökutæki  við Hafnarstræti og tveim ökutækjum við Aðalstræti. Þá voru unnar skemmdir á húsi við Hafnargötu í Bolungarvík. Þá óskar lögregla eftir að ef einhverjir hafa orðið vitni að umræddum skemmdarverkum gefi sig fram við lögreglu í síma 450-3730.

Þá óskar lögreglan eftir vitnum af óhappi sem varð s.l. föstudag um kl. 11:00 eða þar um bil  á Skutulsfjarðarbraut við gatnamótin Vestfjarðarvegar nr. 60, þar sem komið er úr átt frá Vestfjarðargögnum. Óhappið var með þeim hætti að ljósri eða grárri  fólksbifreið var ekið í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Skutulsfjarðarbraut, og þurfti ökumaður þess bíls að nauðhemla til að kom í veg fyrir árekstur og við að nauðhemla kastaðist farþegi í bílnum til og slasaðist og þurfti að gera að meiðslum hans á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Talið er að nokkur vitni hafi verið að þessu og óskar lögreglan eftir að þau og ökumaður umræddrar fólksbifreiðar gefi sig fram við lögreglu og í síma 450-3730.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón