Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. október 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6.til 13.okt.2014.

Umferðaróhapp varð á Djúpvegi,Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13.
Umferðaróhapp varð á Djúpvegi,Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku, þeir voru stöðvaðir í og við Ísafjarðarbæ. Sá sem hraðast ók var mældur á 100 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Þá voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.  Miðvikudaginn 8. Varð bílvelta í Dýrafirði þjóðvegi 60 Vestfjarðarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður var einn á ferð og var hann fastur inni í bílnum. Nokkuð greiðlega gekk að ná honum út og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifeiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Þá varð umferðaróhapp á Djúpvegi, Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir vel og voru fluttir á heilsugæslustöðina á Hólmavík, til skoðunar. Þegar þetta er ritað var ekki búið að ná bifreiðinni upp á veginn, aðstæður mjög slæmar, bifreiðin skorðuð ofan í ræsi og vegkanturinn mjög hár. Unnið verður í því í dag að ná bílnum upp.

Skemmtanahald í umdæminu fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
Vefumsjón