Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. júlí 2013 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8.til 15.júlí 2013.

Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða.
Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða.

Tuttugu og tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem var að líða. Tólf ökumenn voru stöðvaðir á Djúpvegi,þjóðvegi nr. 61 og tíu í nágrenni Ísafjarðar.

Þá voru skráningarnúmer tekin af nokkrum bifreiðum vegna þess að eigandi/umráðamaður hefði ekki fært viðkomandi ökutæki til aðalskoðunar.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni. Jeppabifreið var ekið aftan á kyrrstæða bifreið,þar sem hún stóð í vegarkanti á þjóðvegi nr. 63, Bíldudalsvegi. Önnur bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið og þurfti að flytja hana af vettvangi með dráttarbíl.

Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði var kölluð út á laugardag til að fara til aðstoðar fjórum erlendum ferðamönnum á vélhjólum, staddir ofan Vatnsfjarðar austur af Þingmannaheiði,þar voru þeir fastir á línuvegi við ána,treystu sér ekki yfir,þar sem áin var það vatnsmikil og snjór,þannig að þeir komust ekki til baka. Nokkuð greiðlega gekk að koma ferðamönnunum til baka og voru þeir komnir niður á þjóðveg um miðjan dag á laugardag.

Sæludagar á Suðureyri voru haldnir um helgina og fór skemmtunin vel fram án teljandi afskipta lögreglu sem og aðrar skemmtanir í umdæminu. Segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón