Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. mars 2012 Prenta

Vilja tryggja snjómokstur í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.

Bæjarins besta.
Vegagerðin mun annast og greiða fyrir nauðsynlegan snjómokstur í Árneshreppi, að lágmarki tvo daga í viku, ef þingsályktunartillaga sem tólf þingmenn hafa lagt fram á Alþingi verður samþykkt. Árneshreppur er eina sveitarfélagið á landinu sem þarf að lúta svokallaðri G-reglu Vegagerðarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum en aðalflutningsmaður tillögunnar er Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Frá 2009 hafa íbúar í Árneshreppi á Ströndum búið við skert öryggi yfir vetrartímann. Snjómokstur á þessu svæði felst nú í því að það er mokað tvo daga haust og vor en einungis ef það er snjólétt, en Vegagerðinni er heimilt að moka aðeins einu sinni í viku fram til 5.janúar. Frá 5. janúar til 20. mars er Strandvegurinn því einungis mokaður einu sinni í viku og ekki nema brýna þörf beri til eða mjög snjólétt sé, þar sem sveitarfélagið hefur ekki fjármagn í meiri mokstur," segir í tilkynningunni.
Nánar hér á bb.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Kort Árneshreppur.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Bílskúrshurð inni.03-12-2008.
Vefumsjón