Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2012 Prenta

Vitlaust veður var í gær.

Stórsjór og mjög mikil froða á fjörum.Eyðibílið Stóra-Ávík í baksýn.
Stórsjór og mjög mikil froða á fjörum.Eyðibílið Stóra-Ávík í baksýn.

Norðan áhlaup var í gær hér í Árneshreppi sem annarsstaðar á landinu. Veður var strax um morguninn komið í norðan 20 m/s síðan hvesti fram eftir deginum og náði vindstyrkur að vera þetta sem jafnavindur 23 til 24 m/s allan daginn og um kvöldið,en vindur komst í 31 m/s í kviðum eftir mælum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík. Lítil úrkoma var um morguninn en seinnipartinn jókst úrkoman og var þá rigning en slydda seinnipartinn,hiti var þá komin niður í 3 gráður. Þetta er sennilega versta veður sem hefur gert svo snemma í september og allavega ekki síðan veðurstöð í Litlu-Ávík byrjaði 1995. Annars má segja að við hér í Árneshreppi höfum sloppið nokkuð vel miðað við á Norðausturlandi og á Austfjörðum. Meira að segja hélts rafmagn inni sem vant er að fara ef gerir vindkviðu og slyddu. Bændur gátu ekki haldið áfram heimasmölunum í gær vegna veðursins en haldið verður áfram í dag enda veður að ganga niður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón