Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. maí 2017 Prenta

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 15:00. Stjórnandi: Ágota Joó Píanó: Vilberg Viggósson. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg. Má þar nefna Moní, Moní, Moní eftir Benny Andersson & Björn Ulvaeus, Við syngjum um lífið sem Vilberg Viggósson hefur útsett fyrir kórinn og Imagine eftir John Lennon sem verður flutt með íslenskum texta sem Aðalheiður Magnúsdóttir einn af okkar góðu kórfélögum hefur samið og nefnist hann Friðarsúlan. Mörg fleiri skemmtileg lög eru á dagskránni. Miðaverð við innganginn er 3.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Miðaverð í forsölu er 2.500. Vinsamlega hafið samband við Gíslínu (699-8859), Ragnheiði (616-3148) eða aðra kórfélaga til að fá miða í forsölu. Forsölu líkur föstudaginn 5. maí.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón