Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. maí 2006 Prenta

Vortónleikar Kórs Átthagafélagssins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir sunnudaginn 21. maí í Árbæjarkirkju kl. 17:00
Þar syngur kórinn undir stjórn Krisztinu Szklenár
Undirleikari er Judith Þorbergsson.
Gestakór: Kirkjukór Kópavogskirkju
Miðaverð er 1.800,-kr. Fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.

Kórinn hefur nýlega gefið út geisladisk sem ber nafnið "Ymur Íslands lag"
Þar syngur kórinn undir stjórn Kriztinu Szklenár ásamt Gunnari Guðbjörnssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur auk þess sem kórfélagarnir Aðalheiður Magnúsdóttir og Grétar Jónsson syngja einsöng.
Um undirleik sjá Judith Þorbergsson og Gunnar Gunnarsson á píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Tatu Kantomaa á harmoniku og Tómas R. Einarsson á kontrabassa.
Á disknum eru m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson og Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson auk margra annara. Fermata gefur diskinn út og upptöku stjórnaði Halldór Víkingsson. Diskurinn kostar kr. 2000,- og verður seldur á tónleikunum auk þess sem hægt er að nálgast hann hjá kórfélögum

Kórinn heldur síðan í söngferð til Kanada 12 júní n.k.
Þar mun kórinn m.a. halda tónleika í Gimli og syngja á 17. júní samkomu í Winnipeg auk þess sem sungið verður ýmis önnur tækifæri
Kórinn skoðar síg síðan um á þesssum slóðum og heldur heim 19-20 júní.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón