Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. maí 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2010.

Svanir í voginum í Ávíkinni.
Svanir í voginum í Ávíkinni.
Veðrið í Apríl 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð umhleypingasamur fyrstu sex dagana,hvassviðri var af Norðvestri með snjókomu þann sjötta.Síðan suðlægar vindáttir með þíðviðri fram til 15.Síðan nokkrir umhleypingar  aftur fram til 20.Enn síðan mest Norðaustlægar vindáttir út mánuðinn og fremur svalt í veðri.

Mjög snjólétt var í mánuðinum.

Mánuðurinn var úrkomulítill.

 

Yfirlit dagar vikur:

1:Norðan kaldi eða stinningskaldi,él,frost -3 til -5 stig.

2-4:Norðvestan gola,stinningsgola eða kaldi,snjókoma eða él,frost frá -0 til -6 stig.

5:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,él seinniparts dags og um kvöldið,hiti frá +2 niðri -1 stig.

6:Norðvestan hvassviðri og snjókoma,frost frá -1 til -3 stig.

7-15:Mest Suðvestan eða Suðlægar vindáttir,stinningsgola eða kaldi,enn allhvass hluta úr dögunum 10 og 11,skúrir eða rigning,hiti frá -2 stigum uppí +10 stig.

16:Norðnorðaustan kaldi eða allhvass,snjókoma síðan él,hiti frá +6 stigum niðrí -2 stig.

17-18:Suðvestan eða NV,stinningsgola eða kaldi,él um kvöldið þ,18,hiti frá +7 stigum niðrí -2 stig.

19:Norðaustan stinningsgola,lítils háttar él um kvöldið,frost -1 til -2 stig.

20:Sunnan í fyrstu en NV seinnipartinn og um kvöldið,snjókoma,eða él,hiti frá -6 stig uppí +3 stig.

21:Norðaustan stinningskaldi síðan stinningsgola,él,frost -1 til -2 stig.

22-23:Breytileg vindátt,kul eða gola,él 22,en þurrt 23,frost frá -6 stigum uppí 2 stiga hita.

24:Austan kaldi,þurrt,hiti 0 til 2 stig.

25-26:Norðaustan eða breytileg vindátt,kaldi síðan stinningsgola eða kul,smá él þ,25,hiti frá +3 stigum neðri -3 stig.

27:Breytileg vindátt andvari eða gola,þurrt,hiti -1 til +5 stig.

28-30:Norðaustan stinningskaldi eða kaldi síðan gola þ,30,þurrt,hiti +0 til +4 stig.

 

Úrkoman mældist 43,6 mm.(í apríl 2009:121,2 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist 10,5 stig þann 10.

Mest frost mældist 6,4 stig þann 23 og 6,2 stig þann 2.

Alhvít jörð var í 9 daga.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð því í 11 daga.

Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 7.

Meðalhiti við jörð -1,49 stig.(í apríl 2009:-1,20 stig.)

Sjóveður:Nokkuð rysjótt en nokkuð gott á milli.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
Vefumsjón