Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. mars 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2010.

Reykjaneshyrna.Oft var gott sjóveður í byrjun mánaðar og sléttur sjór.Mynd 8/2-2010.
Reykjaneshyrna.Oft var gott sjóveður í byrjun mánaðar og sléttur sjór.Mynd 8/2-2010.
1 af 2
Veðrið í Febrúar 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægviðri eða stillum yfirleitt og nokkru frosti fram til 8,þann 9 hlýnaði með suðlægum áttum fram til 13 dags mánaðar.

Síðan voru Norðlægar eða Norðaustlægar vindáttir með nokkru frosti út mánuðinn,með éljum eða snjókomu en dró úr frosti tvo síðustu daga mánaðar og komst hiti í plús tölur yfir hádaginn.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Austlægar vindáttir,stinningsgola þ.1 með smá éljum síðan andvari eða kul,frost 1 til 6 stig.

4:NA eða ANA með kalda og éljum,frost 0 til 2 stig.

5-8:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri,frost frá -5 stigum uppi 2 stiga hita,hlýnandi veður.

9-13:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola en oftast kaldi en allhvass um tíma þ.11,lítilsháttar skúrir 11og13 annars þurrt,hiti 2 til 7 stig.

14-15:Norðaustan og Norðan,stinningskaldi í fyrstu síðan allhvasst og uppi storm,snjókoma og síðan slydda,hiti frá 1 stigi niðri 5 stiga frost.

16-28:Norðan eða NA yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur þ,23 og fram á morgun þ,24,annars oftast allhvass,frostrigning,él eða snjókoma,hiti frá +2 stigum niðri-8 stiga frost.

 

 Úrkoman mældist:39,4 mm.(febrúar 2009:53,0 mm.)

Þurrir dagar voru 10.                                                                            

Mestur hiti mældist +7,0 stig dagana 11 og 12.

Mest frost mældist -7,6 stig þann 26.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist 25 cm þann 28.

Meðalhiti við jörð var:-3,82 stig. (febrúar 2009:-4,34 stig.)

Sjóveður:Ágætt sjóveður fram til 13,síðan mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón