Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júní 2008 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Maí 2008.

Fjallið Örkin enn er snjór í fjöllum,31-05-2008.
Fjallið Örkin enn er snjór í fjöllum,31-05-2008.

Veðrið í Maí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurin var fremur kaldur fram til 22.Síðast snjóaði í byggð þann 10.Mikið var um þokuloft í mánuðinum.Mjög hlýtt var í veðri frá 23 og út mánuðinn.Samt virðist þetta vera einn hlýasti maí mánuður til margra ára.

Jörð á láglendi fyrst talin auð að morgni 13.Nokkur úrkoma var fram til 20.

Ræktuð tún orðin vel græn og gróin og úthagi farin að grænka.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-5:Norðaustan eða Norðan,kaldi eða stinníngskaldi,él,slydda,snjókoma síðan rigning og súld og þokuloft,hiti frá 0 stigum upp í 7 stiga hita.

6-7:Breytilegar vindáttir,kul,súld,þoka eða þokuloft,hiti frá 3 stigum uppí 11 stig þann 7.

8-10:Norðaustan stinníngsgola eða stinníngskaldi og allhvass þann 9,súld,slydda,snjókoma,hiti frá 4 stigum niðrí 2 stiga frost.

11-22:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,kul,eða gola,oft þokuloft,súld eða rigning,en þurrt 14 og21 og 22.Hiti 2 til 10 stig.

23-27:Suðvestan eða suðlægar áttir,gola,stinníngsgola eða kaldi en allhvass um tíma þann 26,en Norðan um tíma aðfaranótt 24 þá kólnaði niðri 3 stig,smá rigning eða skúrir annars þurrt í veðri,hiti 8 til 13 stig.

28-30:Hafáttir eða breytilegar,andvari eða kul,úrkomulaust,hiti 7 til 12 stig.

31:Vestan stinníngsgola,úrkomuvottur,hiti 8 til 13 stig.

Úrkoman mældist 52,8 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 9.

Mestur hiti mældist þann 26 þá 14,1 stig og þann 23 þá 14,0 stig.

Mest frost mældist þann 9 og 10 þá –1,5 stig.

Jörð var talin alhvít í 2 daga.

Jörð var talin flekkótt í 10 daga.

Auð jörð því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 10 þá 9 cm.

Sjóveður:Slæmt í sjó 1 til 4 og 9 og 10,annars mjög gott í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
Vefumsjón