Yfirlit yfir veðrið í Mars 2010.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var óvenju hlýr í heild,yfirleitt voru suðlægar vindáttir fram í miðjan mánuð,síðan norðaustan eða austlægar vindáttir yfirleitt með hita yfir frostmarki,en 26 frysti og var nokkurt frost út mánuðinn.
Mánuðurinn var óvenju snjóléttur miðað við marsmánuð,nema fyrstu daga mánaðar,en síðan var jörð lítils háttar flekkótt eða auð.
Úrkoman var í minna lagi þótt fáir dagar væru úrkomulausir.
Yfirlit dagar vikur.
1-2:Suðaustan eða A,andvari kul eða gola,þurrt í veðri,frost frá -4 stigum uppi +2 stig.
3-4:Sunnan og síðan SV,stinningsgola eða kaldi,snjókoma,slydda eða,él,hiti frá +3 stigum niðri-2 stiga frost.
5-7:Suðvestan allhvass og uppi storm um tíma,rigning síðan él,hiti +7 stig niðri -2 stig.
8:Austlæg eða breytileg vindátt,lítilsháttar él,hiti frá -4 stigum uppi +7 stiga hita.
9-12:Mest Suðvestan eða V stinningsgola uppi stinningskalda,lítilhátta rigning eða skúrir,hiti +1 til +8 stig.
13:Norðaustan gola,súld síðan slydda eða snjókoma,hiti frá +3 stigum niðri 0 stig.
14:Logn eða breytileg vindátt með kuli,þokuloft og súld,hiti frá 0 stigum uppí 2 stig.
15:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,þokuloft um morguninn og súld,hiti 2 til 6 stig.
16:Austan kul,slydda seinniparts dags,hiti 2 til 4 stig.
17-26:Norðaustan eða Austlægar vindáttir,kaldi,stinningskaldi,allhvass,enn hvassviðri og stormur dagana 22 og 23,rigning,súld,slydda,snjókoma,hiti frá +4 stigum niðri -1 stig.
27-31:Norðan kaldi eða stinningskaldi,snjóél,frost -2 til -6 stig.
Úrkoman mældist 41,4 mm.(í mars 2009:84,2 mm.)
Þurrir dagar voru 4.
Mestur hiti mældist 8,5 stig dagana 9 og 10.
Mest frost mældist 6 stig þann 30.
Alhvít jörð var í 6 daga.
Flekkótt jörð var í 23 daga.
Auð jörð því í 2 daga.
Mesta snjódýpt mældist 24 cm dagana 1 og 2.
Meðalhiti við jörð var -1,01 stig.(í mars 2009:-3,61 stig.)
Sjóveður:Sæmilegt sjóveður fram yfir miðjan mánuð,síðan nokkuð rysjótt.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.