Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. apríl 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2011.

Tjón varð á gömlu vindmyllunni á Gjögri í óveðrinu 14 mars.
Tjón varð á gömlu vindmyllunni á Gjögri í óveðrinu 14 mars.
1 af 4
Veðrið í Mars 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum eða Suðlægum fram til 8.mánaðar,síðan Norðan og NA fram til 11.með nokkru frosti.

Síðan gerði Suðvestanáttir aftur fram til 18.Síðan voru Suðvestanáttir eða Austlægar vindáttir á víxl,síðustu daga mánaðar var hægviðri með breytilegum vindáttum.Mánuðurinn var mjög kaldur í heild.Þann 3. gerði Suðvestan hvassviðri og eða storm með miklum kviðum uppí 31 m/s.Þann 6 gerði einnig Suðvestan hvassviðri og eða storm og rok með kviðum allt uppí 30 m/s.Norðan hvassviðri var þann 10.með mjög dimmum éljum.

Þann 14 gerði Suðvestan storm,rok og ofsaveður kviður fór allt uppí 46 m/s og á Gjögurflugvelli mældist kviða í 51m/s.

Tjón varð í Suðvestan veðrinu þann 14,gömul hlaða fauk við Víganes og á Grænhóli fauk járn af hlöðu og gafl.Á Gjögri kengbognaði gömul vindmilla.Foktjón varð einnig á Norðurfirði,þar sem rúður brotnuðu og gámar fuku á geymslusvæði við bryggjuna þar.Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) í kviðum þann 14 mars.

 

Dagar eða vikur.

1-2:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi og kaldi,él,hiti -2 til +3 stig.

3:Suðvestan hvassviðri eða stormur með stormkviðum,rigning,skúrir,hiti +2 til +7 stig.

4:Suðvestan og Vestan allhvass í fyrstu síðan stinningskaldi en gola um kvöldið,þurrt,hiti frá +3 stigum niðrí -2 stig.

5:Austan og Suðaustan kul,stinningsgola,en Sunnan allhvass um kvöldið,snjókoma,slydda,rigning,hiti -6 til +6 stig.

6-8:Suðvestan hvassviðri með storméljum þ.6 enn allhvass og síðan hægari,snérist í NNA um kvöldið þ.8,él,hiti frá +7 stigum niðrí -6 stig.

9-11:Norðan og NA,hvassviðri þ.10,annars allhvass eða hægari,él,frost frá -3 stigum í -7 stig.

12-13:Suðvestan gola,kaldi en allhvass um kvöldið þann 13.frost frá -8 stigum uppí +2 stiga hita.

14:Suðvestan stormur,rok,ofsaveður eða fárviðri,slydda og síðan rigning,hiti +1 til +8 stig.

15:Suðvestan hvassviðri með miklum storméljum,frost -3 til -6 stig.

16-18:Suðvestan eða V,kaldi,stinningsgola síðan gola,snjókoma eða él,þurrt þ.17,frost -3 til -12 stig.

19-20:Norðvestan og NA kaldi,en breytileg vindátt með golu þ.20,él,snjókoma,frost -4 til -9 stig.

21-23:Suðvestan stinningsgola,allhvass síðan gola eða stinningsgola,él og skafrenningur,frost frá -0 til -7 stig.

24-25:Austlæg eða breytileg vindátt kul eða gola,snjókomuvottur þ.24,þurrt þ.25,frost frá -7 stigum uppí +3 stig,hlýnandi.

26-27:Suðvestan og V,allhvasst í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,hiti frá +1 stigi til + 8 stig.

28-31:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,rigning,þokuloft þ.31,hiti frá -1 stig uppí +6 stig.

 

Úrkoman mældist 63,8 mm.(í mars 2010:41,4 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 26:+8.0 stig.

Mest frost mældist þann 17:-11,6 stig.

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 31 cm þann 23.

Meðalhiti við jörð var -4,96 stig. (í mars 2010:-1,01 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt fram yfir miðjan mánuð en síðan allsæmilegt eða gott síðari hluta mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Sjá einnig hér til vinstri á síðunni Yfirlit yfir veðrið aftur til 2006.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón