Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. desember 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2009.

Mikill sjór í Ávíkinni og miklar fyllingar.Stórstreymt var um 20 nóvember.
Mikill sjór í Ávíkinni og miklar fyllingar.Stórstreymt var um 20 nóvember.
1 af 2
Veðrið í Nóvember 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr og auð jörð á láglendi fram í miðjan mánuð,en þá kólnaði með norðlægum vindáttum og éljum,og fremur svalt samt með hita yfir frostmarki fram til 26,þegar frysti og eftir það talsvert frost og snjókoma eða él.

Sauðfé var komið yfirleitt á gjöf um 26 nóvember eða um viku seinna enn í fyrra.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðlæg eða breytileg vindátt,logn,andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti frá 4 stigum niðri 1 stigs frost.

3-4:Norðan og NA kaldi eða stinningskaldi,rigning síðan slydda,hiti frá -1 stigi uppí +4 stig.

5:Breytileg vindátt gola eða stinningsgola,súld,hiti 3 til 6 stig.

6:Austlæg vindátt kaldi eða stinningskaldi,lítilsháttar rigning,hiti 4 til 6 stig.

7-9:Austlægar vindáttir kul eða gola,súld eða rigning,hiti 3 til 8 stig.

10-11:Breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,lítilsháttar skúrir en þurrt þ.11,hiti 1 til 7 stig.

12-14:Norðaustan eða A,kaldi,stinningskaldi eða allhvass,úrkomulítið en rigning þ.14,hiti frá -1 stigi uppí +5 stig.

15-17:Norðaustan allhvass síðan stinningskaldi,skúrir síðan él,hiti frá +3 stigum niðrí -1 stig.

18:breytileg vindátt,kaldi í fyrstu síðan andvari,hvessti upp um kvöldið með NA kalda,hiti +2 stig niðrí -2 stig.

19-20:Norðaustan síðan Norðan,allhvass eða hvassviðri um tíma,rigning,eða snjókoma,hiti +1 til +5 stig.

21-25:Norðaustan kaldi eða stinningskaldi,snjó eða slydduél,hiti frá+3 stigum niðrí -1 stig.

26-30:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,snjókoma eða él,frost-1 til-4 stig.

 

Úrkoman mældist 111,6 mm.(í nóvember 2008:62,5 mm).

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 9 og var 8,5 stig.

Mest frost mældist þann 29 og var -4,4 stig.

Alhvít jörð var í 7 daga.

Flekkótt jörð í 6 daga.

Auð jörð því í 17 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30 og var 20 cm.

Meðalhiti við jörð var -0,2 stig (í nóvember 2008:-1,89 stig).

Sjóveður:Allgott eða sæmilegt fram undir miðjan mánuð,efir það mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón