Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. október 2008 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í September 2008.

Örkin 634 m að hæð og Lambatindur,fyrsti snjór í fjöllum að morgni 21-09-08.
Örkin 634 m að hæð og Lambatindur,fyrsti snjór í fjöllum að morgni 21-09-08.
1 af 2

Veðrið í September 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var oft hvassviðrasamur eftir miðjan mánuð og nokkuð úrkomusamur enn hlýr.

Mjög mikil berjaspretta var og eldra fólk man ekki annað eins til margra ár.

Uppskera úr matjurtagörðum(kartöflur-rófur og annað)mjög góð..

Fé kom mjög vænt af fjalli og fallþúngi mjög góður.

Fyrsti snjór í fjöllum var morgunin 21,(í fyrra 11september) eða 10 dögum seinna nú.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðan og Norðaustan gola eða stinníngsgola,smá rigning eða súld,hiti 5 til 10 stig.

5:Breytileg vindátt gola,skúrir,hiti 5 til 11 stig.

6-9:Suðlægar vindáttir stinníngsgola upp í stinníngskalda enn 8 og 9 gola og síðan kul,úrkomulítið en þurrt þann 7 og 8,hiti 6 til 14 stig.

10-11:Norðaustan gola í fyrstu síðan kaldi,rigning eða súld,hiti 9 til 12 stig.

12-13:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola smá rigning,hiti 9 til 13 stig.

14-25:Suðlægar vindáttir oft kaldi eða stinníngskaldi,en hvassviðri og upp í storm 18 og 19,gola þann 23,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14 stig.

26:Norðan og Norðvestan stinníngskaldi,rigning,hiti 5 til 7 stig.

27-28:Suðvestan stinníngsgola,skúrir eða rigning,hiti 3 til 10 stig.

29-30:Norðaustan kaldi eða stinníngskaldi,skúrir síðan slydduél,hiti 1 til 6 stig.

 

Úrkoman mældist 122,2 mm.(Í september 2007=105,5 mm).

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti var þann 17=14,5 stig.

Minnstur hiti var þann 30 =1,3 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,65 stig(í september 2007=3,75 stig).

Sjóveður:Oftast sæmilegt fram í miðjan mánuð,en síðan rysjótt oft vegna hvassviðra.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Sjá yfirlit yfir veður hér til vinstri. 

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
Vefumsjón