Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. október 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í September 2009.

Frá Melarétt í september.
Frá Melarétt í september.
Veðrið í September 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlagar vindáttir voru fyrstu viku mánaðar,síðan suðlægar vindáttir frá 9 með hlýindum til 19,síðan fór að kólna og voru vindáttir að mestu vestlægar eða norðlægar.

Vestan útsynningur var 25 og 26.

Fjöll urðu alhvít í fyrsta sinn að morgni 25.Og jörð (láglendi) flekkótt í fyrsta sinn í haust og fyrsta snjódýpt mædist að morgni 26,þá1 cm.

Berjaspretta var sæmileg en ekkert á við það í fyrra,sem var sennilega sögulegt met í berjasprettu.

Uppskera úr matjurtagörðum(rófur-kartöflur) var svona sæmileg,enn frekar smáar kartöflur.

Fé kom vænt af fjalli og meðalþúngi dilka var góður ,en slátrun hófst um miðjan mánuð.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðan eða NA stinningsgola síðan gola,súld,eða smá skúrir,hiti 4 til 7 stig.

4:Suðaustan eða A kul eða gola,lítils háttar skúrir.hiti 6 til 10 stig.

5:Norðvestan kul,þurrt,hiti 5 til 9 stig.

6-8:Norðlægar vindáttir gola síðan kaldi,súld eða rigning,hiti 6 til 9 stig.

9-18:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola eða kaldi,en allhvass um tíma dagana 12,14 og 15,rigning eða skúrir,þurrt dagana 12 og 13,hiti 5 til 17 stig.

19-20:Suðaustan eða breytilegar vindáttir með golu,rigning þann 20,hiti 3 til 11 stig.

21-22:Norðan eða NV kaldi,stinningskaldi,síðan S kul,rigning og súld,en slydduél þann 22,hiti 2 til 6 stig.

23-24:Suðlæg vindátt eða breytileg,gola eða stinningsgola,þurrt þ.23,en rigning og slydda um kvöldið þ.24,hiti 1 til 10 stig.

25-26:Suðvestan og V,stinningsgola en allhvass þ.26,slydda eða snjókoma,síðan él,hiti1 til 5 stig.

27-28:Suðlæg vindátt kul,þurrt í veðri,hiti frá -2,4 stig uppí +5 stig.

29:Suðvestan kaldi uppí allhvassan vind um tíma,þurrt,hiti 0 stigum til 8 stig.

30:Norðan kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.

 

Úrkoman mældist:57,8 mm(í september 2008:122,2 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 13 þá +17,0 stig.

Mest frost mældist þann 28 þá -2,4 stig.
Flekkótt jörð var í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist að morgni 26 þá 1 cm

Meðalhiti við jörð var +3,77 stig (í september 2008:+5,65 stig).

Sjóveður:Var allsæmilegt nema dagana 8,21,26 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
Vefumsjón