Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. október 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í September 2011.

Krossnesfjall.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.
Krossnesfjall.Fyrsti snjór haustsins í fjöllum var 7 september.

Veðrið í September 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum og hægum vindi og hlýju veðri síðan fór kólnandi með hafáttum og úrkomusömu veðri fram til 14.Síðan loks suðlægar vindáttir með hlýrra veðri aftur fram til 19.Eftir það kólnaði aftur með hafáttum.Þann 30 gerði Sunnan hvassviðri eða storm með mjög miklum kviðum,og var mjög hlýtt í veðri seinnipartinn.

Vindur náði 37 m/s í kviðum þann 30.eða 12 gömlum vindstigum.

Gífurleg úrkoma var aðfaranótt sunnudagsins 4 september eða 70,1 mm eftir 15 tíma mælingu.

Mjög úrkomusamt var í mánuðinum í heild.

Fyrsti snjór í fjöllum varð þann 7.

Fyrsta næturfrost mældist að morgni þann 10.

Fé kom vænt af fjalli og er fallþungi dilka allgóður.
Sjá nánar á yfirlit yfir veðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
Vefumsjón