Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2012 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í September 2012.

Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Mikil froða eða (sælöður),myndaðist á fjörum í miklu brimi í óveðrinu 10. september,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.

Veðrið í September 2012.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,eins og sjá má hér á yfirlitinu fyrir neðan, var oft marg átta á sama sólarhring. Mánuðurinn var nokkuð hlýr fram undir tíunda,en þá kólnaði umtalsvert,hlýnaði þó aftur um nítjánda,en kólnaði aftur um 26. og var fyrsta næturfrostið aðfaranótt 29. Úrkomusamt var fram að 18. en minni úrkoma eftir það.

Norðan áhlaup gerði þann 10. sem stóð fram á morgun þann 11.með rigningu og slyddu,ekki er vitað um tjón á mannvirkjum eða skaða á búfé. Vestfirðir sluppu nokkuð vel að þessu sinni miðað við aðra landshluta. Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka í hærri kantinum,þrátt fyrir þessa miklu þurrka í sumar. Góð berjaspretta var í Árneshreppi þá aðallega af aðalbláberjum. Uppskera var frekar með lélegra móti af matjurtum,kartöflum og öðru úr matjurtagörðum fólks,en samt nokkuð misjöfn.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1:Suðvestan kaldi síðan stinningsgola,skúrir eða rigning,hiti 8 til 14 stig.

2:Norðvestan kaldi  síðan gola,rigning um morguninn,síðan austan gola um kvöldiðhiti 7 til 10 stig.

3:Suðvestan kul fyrri hluta dags,en Norðaustan kaldi og allhvass um kvöldið,rigning,og mikil rigning um kvöldið,hiti 7 til 9 stig.

4:Norðan NV og SV,stinningskaldi og kaldi,rigning um morguninn,hiti 6 til 12 stig.

5:Sunnan eða SV,kaldi en stinningsgola um kvöldið,skúrir eða rigning,hiti 7 til 12 stig.

6-7:Norðvestan,kaldi eða stinningskaldi,rigning,skúrir,slydduél og haglél,hiti 3 til 7 stig.

8-9:Norðan og NA,kaldi,stinningskaldi en allhvass og hvassviðri um kvöldið þ.9. rigning,hiti 4 til 7 stig.

10:Norðan hvassviðri eða stormur,rigning,slydda,hiti 3 til 5 stig.

11:Norðan og NV kaldi síðan gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 7 stig.

12:Suðlægar vindáttir gola eða stinningsgola,rigning um kvöldið,hiti 0 til 8 stig.

13:Austlæg vindátt stinningskaldi eða allhvass,rigning,súld,hiti 5 til 8 stig.

14-17:Norðlægar vindáttir eða hafáttir,gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,rigning,hiti 3 til 8 stig.

18-19:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,þurrt í veðri,hiti 2 til 8 stig.

20-21:Suðvestan og síðan Sunnan,gola,stinningsgola eða kaldi,skúrir,rigning,hiti 5 til 12 stig.

22-23:Breytilegar vindáttir,kul eða gola,súld,rigning,hiti 7 til 11 stig.

24:Norðlæg eða austlæg vindátt,rigning og súld,hiti 7 til 9 stig.

25:Norðvestan eða SV,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,hiti 6 til 10 stig.

26-30:Norðan eða NA,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst þ.30. rigning eða skúrir,þurrt þ.29. hiti frá -1 stigi upp í +6 stig.

 

Úrkoman mældist: 128,9 mm. (í september 2011:181,3 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 1.:+14,0 stig.

Mest frost mældist þann 29.:-1,1 stig.

Meðalhiti við jörð var: +3,21 stig. (í september 2011:+3,58 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt,eða oftast slæmt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
Vefumsjón